Stelpunum til mikillar gleði var engin gönguferð í dag. Í stað þess var farið í ratleik þar sem meðal annars þurfti að giska á nöfn og aldur foringjanna, það gekk misvel en sem betur fer urðu engir foringjar móðgaðir. Eftir ratleikinn voru svo haldnir "Furðuleikar" en þar var keppt í íþróttum á borð við rúsínuspýtingar, stígvélaspark, flugusöfnun og kraftakeppni.
Leikrit voru aftur æfð af kappi og sýnd af mikilli snilld á kvöldvökunni. Eftir kvöldvöku var svo náttfatapartý, en þar gat meðal annars að líta forláta risaeðlusamfesting eins foringja sem keyptur var í U.S. and A. Eftir poppkorn og ofsalega rómantíska gamanmynd svifu stelpurnar svo loks í rúmið.
Myndir fyrir neðan…