Í dag var alls konar veður sem kallaði á allskonar viðfangsefni. Eftir hraustlegan morgunmat þar sem margar stelpurnar völdu sér hafragraut var haldinn biblíulestur og pælt í Biblíunni og inntaki hennar. Broskeppni og langstökk var svo fyrir hádegismat ásamt brennóleikjunum vinsælu. Eftir hádegi hafði létt til og lagt var á Sandfell. Flestar völdu að fara á toppinn, hinar fóru hringinn en allar komu mjög lystugar í kaffið og í heilu lagi. Eftir kaffi var komið enn betra veður og stúlkurnar fóru í brennó, íþróttir og frjálsa leiki. Í kvöldmatinn voru ómótstæðileg pizzabrauð og skyr sem var gerð mjög góð skil. Kvöldvakan var í umsjón tveggja herbergjahópa sem skemmtu með leikritum og leikjum en eftir kvöldkaffi og hugleiðingu, tannburstun og slíkt komst ró fljótt í húsið enda íbúarnir þreyttir eftir frábæran dag.
Fleiri myndir má sjá
hér.
kveðja,
Auður Páls forstöðukona.