Stelpurnar undirbjuggu guðþjónustu fyrir hádegi, völdu sér hóp eftir áhuga (leikhóp, sönghóp, skreytingarhóp, undirbúningshóp) og fengu svo að láta ljós sitt skína um kvöldið. Þeim var hins vegar tilkynnt að guðþjónustan væri eftir hádegismat en foringjarnir komu þeim á óvart með hermannaleik í staðin. Hann er eins og extreme eltingarleikur þar sem stelpurnar eru flóttamenn og foringjarnir reyna að hneppa þær í fangelsi en þær reyna að komast í flóttamannabúðirnar, til þess verða þær hins vegar oft að selja eitthvað, eins og t.d. yfirhafnir. Dvalarstúlkur fengu mikla útrás og voru töluvert þreyttar eftir leikinn.
Nú eru fyrstu liðin að detta út úr brennókeppninni svo spennan eykst. Íþróttakeppnin heldur áfram og fá allar sem lenda í 1. sæti í hinum ýmsu keppnum viðurkenningu í lok vikunnar. Það herbergi sem fær flest stig verður íþróttaherbergið og sú stúlka sem fær flest stig verður íþróttadrottning.
Á kvöldvöku var guðþjónusta í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Í kvöldkaffinu var kaffihús og voru foringjar klæddir upp sem þjónar og var eldhúsið búið að undirbúa frábæra kaffihúsarétti sem stelpurnar gátu pantað af matseðli.
Í morgunmat fengu stelpurnar morgunkorn, þar á meðal kókópöffs. Í hádegismat voru lærisneiðar og í kvöldmatinn var búðingur og smurt brauð.
Á biblíulestri var sagan um miskunnsama samverjann skoðuð, hvernig hún kennir okkur að við eigum að vera góð við alla. Á hugleiðingu í kirkjunni fluttu stelpurnar leikritið um skulduga þjóninn og foringinn útskýrði hvernig við eigum að fyrirgefa hvorri annarri, jafnvel þótt við þurfum að gera það mjög oft.
Myndir úr flokknum má nálgast hér.