4. flokkur 2009 í Vatnaskógi, ævintýraflokkur, er hafinn. 95 fjörugir drengir mættu undir hádegi fullir eftirvæntingar. Eftir nafnakall snæddu drengirnir kjúklinganagga á mettíma. Strax eftir hádegismat var boðið upp á öfluga dagskrá og gátu drengirnir valið á milli fjölmargra dagskrártilboða: bátar voru í boði, fótboltamótið var sett af stað, 60 metra hlaup og kúluvarp var í boði á íþróttavellinum, billjardmót og þythokkímót fór fram í íþróttahúsinu, kassabílarallý og kraftakeppnin SKÓGARMAÐURINN fór fram.
Veður var gott í dag, skúrir af of til en oftast sól. Í kvöld munu drengirnir taka þátt í miðnæturhermannaleik ala Vatnaskógur.

Myndir úr flokknum eru hér.