Það er löngu hætt að rigna og sólin farin að brjótast út hérna í hrauninu í Kaldárseli. Stelpurnar kepptu í fótboltaspilsmóti, fóru í hellaferð og ógnvekjandi ratleik þar sem tveir foringjar léku tröllhjónin Búkoll og Búkollu til að hræða stúlkurnar saklausu og trufla fyrir þeim leikinn. Eftir vel heppnaða kvöldvöku eru þær loks komnar í rúmið og jafnvel lengra…inn í draumaheiminn.

Myndir frá því í dag má sjá á slóð hér fyrir neðan.