Degi 6 í Ölveri er lokið. Hann hófst á svipuðum nótum og hinir dagar flokksins, þ.e. með biblíulestri og brennó. Eftir brennóleiki dagsins eru úrslit keppninnar kunn en sigurliðið keppir við foringjana í fyrramálið. Þreyttar en sælar komu stelpurnar svo í hádegismat. Þar fengu þær ljúffengt snitsel með kartöflumús og grænmeti.
Stuttu eftir hádegismatinn komum við allar saman í íþróttahúsinu þar sem keppt var í sippi og stærsta brosi Ölvers.
Þá gafst stelpunum tækifæri til þess að dunda sér við það sem þeim datt í hug þar til flautað var því þá tók kaffitíminn við.
Hinn sívinsæli ratleikur var næstur á dagskrá og eftir hann fóru stelpurnar í pottinn nema Hlíðarver sem sá um skemmtiatriðin á kvöldvöku.
Kvöldvakan í kvöld var þó ekki alveg eins og vanalega því auk skemmtiatriða frá Hlíðarveri fengu stelpurnar tækifæri til að sýna hæfileika sína í hinni skemmtilegu hæfileikakeppni.
Myndir frá þessum degi eru komnar inn á síðuna.