Hópur af hressum stelpum kom upp í Vindáshlíð í hádeginu. Það voru stórir hópar sem mættu saman en undir rest tókst að raða öllum í herbergi þannig að allir voru sáttir. Farið var í ævintýraratleik þar sem stelpurnar gerðu m.a. nælu og gáfu hvorri annarri andlitsmálningu. Brennókeppnin byrjaði eftir kaffi og er mikil stemning í liðunum.
Á kvöldvökunni var leikritakvöld þar sem stelpurnar komu með atriði og foringjarnir voru með sprell inni á milli. Kvöldkaffi og hugleiðing voru við varðeld þar sem stelpurnar fengu grillaða sykurpúða ásamt niðurskornum ávöxtum.
Þurrt var á fyrsta degi og vonum við að það haldist sem lengst.
Í hádegismat fengu stelpurnar hrísgrjónagraut og í kvöldmatinn voru naggar.
Um kvöldið við varðeldinn fræddust stelpurnar um séra Friðrik Friðriksson og hvernig Guð vann í hans lífi.
Það er spennandi dagskrá framundan og stelpurnar viljugar að taka þátt.
Myndir frá fyrsta deginum eru væntanlegar á næstu klukkustundum.