Allt gekk sinn vana gang í Ölveri í dag. Fyrir hádegi var farið á biblíulestur og í brennó. Stelpurnar fengu svo dýrindis kjúklingabaunabuff í hádegismat. Eftir hádegismat skelltum við okkur í smá fjallgöngu og í íþróttakeppni þar sem keppt var í köngulóarhlaupi, hanaslag og jötunfötu. Eftir hamaganginn fóru stelpurnar í pottinn.
Það var grjónagrautur og heitt brauð með skinku og osti í kvöldmat. Kvöldvaka var haldin í framhaldi af því og var það Skógarver sem stóð fyrir skemmtiatriðum.
Nýjar myndir frá deginum í dag eru komnar inn!