Dagurinn í dag hefst með hefðbundum hætti. Drengirnir eru vaktir kl. 8:30 við misjafnar undirtektir. En menn eru nú fljótir að hressast um leið og þeir klára að sporðrenna brauði og kakó í morgunmat. Fánahyllingin er fastur punktur í Vatnaskógi. Ástæðan er sú að við viljum kenna strákunum að bera virðingu fyrir landi og þjóð.

Fyrir hádegi næst svo að spila nokkra fótboltaleiki, hlaupa 400 metra hlaup, ásamt því að margir taka þátt í hinum ýmsu mótum sem fara fram í íþróttahúsinu.
Eldhússtúlkurnar sem nokkrum drengjanna líst nú bara alveg ljómandi vel á….hemmm…snemma beygist krókurinn….eru búnar að útbúa mexikanska máltið sem rennur ljúft niður.

Áfram heldur svo prógrammið. Spjótkast, 1500 metra hlaup, stangatennismót ofl. Því miður hvessti svolítið hjá okkur í dag að ekki er hægt að lána bátana meira. Smíðaverkstæðið er nú samt opið og margir dunda sér þar við gerð hinna ýmsu nytjahluta eða listaverka.

Ekkert lát er svo á prógramminu fram á kvöld. Kvöldvakan fjörug að venju. Leikhópurinn Villiöndin er mætt og á enn einn stórleikinn. Arnór foringi á 2. borði byrjar svo á framhaldssögu sem hann klárar svo á síðasta degi.
Ró er komin á um kl. 23:00

Þessir hópur af drengjum sem er hérna núna er mjög fjörugur og skemmtilegur. Lítið um árekstra á milli manna og ef eitthvað kemur upp þá er það leyst um leið. Á morgun er stór dagur hjá okkur öllum. Þjóðhátiðardagurin! Mikið stendur til hjá okkur og vonumst við eftir þokkalegasta veðri.

Læt þetta duga í bili.

Fleiri myndir fljótlega.

kv, Árni Geira