Farið var í fossaferð. Pokafoss var skoðaður og sagan um hann sögð og þær sem treystu sér til fóru alla leið að Brúðaslæðu (sjá mynd). Veðrið var fínt en þegar hópurinn lagði af stað kom langþráð sól, því miður aðeins of seint. Eftir keppnir dagsins eru bara 4 lið eftir í brennó. Á kvöldvöku sýndi Birkihlíð leikrit um bestu auglýsingar 2009 og Reynihlíð sýndi leikritið Íþróttakennarinn. Farið var í leiki þar sem sjálfboðaliðar voru fengnir og mikið var sungið.
Í morgunmat var morgunkorn, í hádegismat var sóðajói (hakk og kál í hamborgarabrauði), í kaffitímanum var kaka, í kvöldmat var skyr og smurt brauð og í kvöldkaffiinu voru ávextir.
Um morguninn lærðu þær söguna um miskunnsama samverjann og bjuggu til samviskugöng þar sem tvær og tvær löbbuðu í gegn og fengu að heyra jákvæðar og neikvæðar hugsanir varðandi það hvort samverjinn ætti að hjálpa slasaða manninum eða ekki. Um kvöldið fengu þær að heyra hugleiðingu um fyrirgefninguna og hvernig bara Guð getur hjálpað okkur að fyrirgefa.
Ég vil minna foreldra á að stelpurnar koma á fimmtudaginn um 12 leitið, svo gott er að vera komin korteri fyrr.