Nú er stendur yfir viðgerð þaki kapellunnar í Vatnaskógi.

Verkefnið fólst í því að flísar sem hafa verið á þakinu voru fjarlægðar, einnig var skipt um timbur og settur þykkur tjörupappi. Það voru sömu smiðir og hafa verið að vinna við nýbyggnguna þeir Erlendur Óli Sigurðsson og Jónmundur Ásbjörnsson unnu verkið ásamt sjálfboðaliðum og öðrum starfsmönnum Vatnaskógar. Í næstu viku mun kopar vera lagður á þakið og munu starfsmenn hjá Blikksmiðnum leggja koparinn. Kapella Vatnaskógar mun því líta glæsilega út þegar þetta vinalega bænahús verður 60 ára seint í næsta mánuði.