Mikilar tilfinningar bærðust hjá mörgum drengnum í Vatnaskógi er fréttist um vistaskipti Cristiano Ronaldo, frá Manchester United til Real Madrid. „Maður bregður sér í Vatnaskóg í nokkra daga og þá er hann farin“ sagði einn vonsvikinn Manchester maður. Samt voru þó nokkrir (aðalega aðdáendur annara liða) sem glöddust mikið yfir þessari mikil knattpyrnufrétt.
En í Vatnaskógi gengur allt sinn vanagang og í dag munu menn fara í hinn sívinsæla „Hermannaleik“ þar sem klemmur klækir verða í fararbroddi.
Bikarkeppni í knattspyrnu er að hefjast og síðan er komið upp risamarki til þess að allir hitti markið í hverju skoti (sjá myndir)
Í hádegismat var svínapottréttur með tilheyrandi meðlæti og síðdegishressingin er ekki af verra taginu m.a. rice krispies kökur, pizzasnúðar og fleira góðgæti.
Bestu kveðjur, úr blíðunni í Vatnaskógi
Ársæll