Veisludagur byrjaði vel og í ljós kom að stelpurnar í Víðihlíð eru brennómeistarar! Þær fengu að keppa við foringja eftir hádegi við mikla stemningu. Eftir kaffi var hárgreiðslukeppni og voru margar greiðslurnar mjög fallegar. Farið var að "vefa mjúka", þ.e. sækja fánann í skrúðgöngu. Að því loknu byrjaði veislukvöldið með veislukvöldmat í fallega skreyttum sal þar sem allir sátu prúðbúnir og borðuðu pizzu. Um kvöldið var fjörug dagskrá og brugðu foringjarnir á leik og fóru í hin ýmsu hlutverk til að skemmta stelpunum. Veislukvöldvakan lauk að vanda með Vindáshlíðartexta við Eurovision lag og frumsömdum dansi.
Stelpurnar fengu morgunkorn í morgunmat, hrísgrjónagraut í hádegismat, kryddköku með kókosskrauti í kaffitímanum, pizzu í kvöldmat og íspinna í kvöldkaffi.
Um morguninn lærðu stelpurnar um ávöxt heilags anda og hvernig Guð er þríeinn Guð. Um kvöldið lærðu þær um hvernig Guð getur haft áhrif á líf okkar, eins og hvernig Guð hafði áhrif á Sakkeus.
Nú er upprunninn brottfarardagur og stelpurnar eru að klára að pakka. Þær munu koma á þjónustumiðstöð KFUM&KFUK á Holtavegi um 12.00, gott er að foreldrar mæti 11.45.
Fyrir hönd starfsfólks vil ég þakka öllum dvalarstúlkum fyrir ánægjulega samveru og óska þeim Guðs blessunar í lífinu. Verið velkomnar aftur í Vindáshlíð.