Farið var í gögutúr að Pokafossi og þar sögð sagan af Þóru og barninu hennar. Þar var farið í leiki og hægt var að velja að ganga alla leið að Brúarslæðu í Selá. Nú eru tvö lið eftir í brennókeppninni eftir leiki dagsins, það eru Eskihlíð og Hamrahlíð. Brennómeistararnir fá svo að keppa við foringja. Keppt var í köngulóahlaupi.
Á kvöldvöku voru Víðihlíð og Eskihlíð með vel undirbúin leikrit, Leiðinlega dagskráin, leikrit með foringjum og Á fæðingadeildinni. Svo voru sungnir hlíðarsöngvar og vel tekið undir í Who is the king of the jungle?
Þær fengu morgunkorn í morgunmat, kjötfars, soðið grænmeti og kartöflumús í hádeginu, bollur og köku í kaffitímanum, blómkálssúpu í kvöldmat og sætindi og mjólk í kvöldkaffinu.
Þær lærðu um hvernig hægt er að treysta Jesú á biblíulestrinum og teiknuðu myndir og stilltu sér upp sem kyrrmyndir fyrir hverjar aðra í eins konar látbragðsleik. Á hugleiðingunni um kvöldið heyrðu þær um hvernig traustur vinur er og fengu Pétur í Klappljósið.
Veðrið hefur verið milt undanfarna daga og lítur út fyrir að ætla að verða það út flokkinn.