Stelpurnar voru vaktar með gítarspili og söng nokkurra foringja. Eftir hádegi var farið í mikla göngu þar sem þær fengu að velja hvort þær vildu fara upp eða í kringum Sandfell, mikil átök voru í þeirri göngu. Fleiri lið eru dottin úr brennókeppninni og úrslitin fara að skýrast. Íþróttakeppnirnar héldu áfram og fleiri stelpur fengu að skola sig undir sturtunni. Á kvöldvökunni var frábær stemning og stelpurnar sýndu flotta takta í leikriti og leikjum. Birkihlíð og Barmahlíð sáu um kvöldvökuna að þessu sinni.
Þær fengu morgunkorn um morguninn, sóðajói var í hádegismat (hakk og ferskt grænmeti í hamborgarabrauði), kaka var í kaffitímanum og jógúrtgrautur var í kvöldmat ásamt smurðu brauði, í kvöldkaffinu fengu þær kex.
Þegar bænakonurnar áttu að koma var náttfatapartý þar sem byrjað var að syngja og dansa uppi á borðum í matsal, svo farið í leiki í setustofu og loks kom brjálaður vísindamaður, aðstoðarmaður hans og vélmennið þeirra í heimsókn sem gáfu þeim frostpinna að borða.
Um morguninn voru fengnir sjálfboðaliðar til að sýna söguna um miskunnsama samverjann og útskýrt fyrir þeim hvernig maður á að sýna öllum mönnum kærleika. Um kvöldið var sagt frá fyrirgefningunni og sýnt með grein hvernig maður getur ákveðið að slá til baka með greininni eða sigra hið illa með því að fyrirgefa viðkomandi og brjóta greinina svo ekki sé hægt að slá með henni meir. Í náttfatapartýinu heyrðu þær söguna um Gussa sem var spítukarl.