Samfélags- og bænastund í dag kl. 17:30

  • Þriðjudagur 2. júní 2009
  • /
  • Fréttir

Fyrsta samfélags- og bænastund sumarsins verður í dag í bænaherberginu á Holtavegi 28 kl. 17:30. Beðið verður sérstaklega fyrir sumarstarfinu í sumar, sumarbúðum, leikjanámskeiðum, þátttakendum, starfsmönnum og stjórnum. Þá verður beðið fyrir öllum þeim fyrirbænarefnum sem þátttakendur kunna að hafa.