Vegna vinsælda hefur stjórn Kaldársels ákveðið að bæta við öðru leikjanámskeiði dagana 4.-7. ágúst og nýjum ævintýraflokk 10.-14. ágúst. Skráning er í fullum gangi. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningar frá stjórn Kaldársels.
Kaldársel – leikjanámskeið
Við þökkum þær frábæru viðtökur sem leikjanámskeiðið í Kaldárseli hefur hlotið. Mikil aðsókn er á námskeiðið og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á sambærilegt námskeið í 7. flokk, samhliða almennum flokk. Sá flokkur er einungis 4 dagar. Börnin á leikjanámskeiðinu koma þá í dagvistun þriðjudag og miðvikudag og fara heim að degi loknum, en frá fimmtudegi yfir á föstudag gista þau. Þau börn sem velja venjulegan sumarbúðaflokk fara þá ekkert heim á milli heldur halda sinni venjulegu sumarbúðadagskrá áfram.
Nánari lýsingu á leikjanámskeiðunum má finna hér.Kaldársel – ævintýraflokkur
Ákveðið hefur verið að breyta heiti 8. flokkar Kaldársels í ÆVINTÃRAFLOKK. Flokkurinn er fyrir stelpur og stráka 10-12 ára. Kaldársel er að fara af stað með sinn fyrsta ævintýraflokk í sumar fyrir 11-13 ára börn (2.flokkur) og hefur sá flokkur hlotið mikla aðsókn. Örfá pláss eru enn laus í þann flokk en vegna góðrar aðsóknar hefur verið ákveðið að 8 flokkur verði byggður upp á sama hátt. Svo nú gefst 10 ára börnum einnig kostur á að upplifa Ævintýri í Kaldárseli!
Nánari lýsingu á ævintýraflokk má finna hér.