Föstudaginn 15. maí kl. 16 verður námskeið í skyndihjálp og brunavörnum á Holtavegi 28. Námskeiðið er hluti af leiðtogaþjálfun félagsins og er skyldunámskeið fyrir starfsfólk sumarsins. Námskeiðið er viðurkennt. Þar er farið yfir helstu atriði skyndihjálpar og lögð verður sérstök áhersla á leiðir til að meta einkenni algengra áverka og skjúkdóma. Kennd verða rétt viðbrögð við meðvitundarleysi, aðskotahlutum í öndunarvegi, blæðingum, sárum, sykursýki, ofnæmi og þess háttar. Sérstaklega verður farið í umbúðir sára og endurlífgun. Þá verður sett upp æfing í aðkomu að slysi. Farið verður yfir helstu atriði brunavarna og viðbrögðum við bruna.