Kaffisala á Holtavegi á sumardaginn fyrsta fyrir Vatnaskóg

skrifaði|2012-04-15T11:24:53+00:0022. apríl 2009|

Sumardaginn fyrsta 23. apríl verður árleg kaffisala Skógarmanna KFUM haldin í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík.
Kaffisalan hefst kl. 14 og henni lýkur kl. 18. Kaffisalan er mikilvægur liður í fjáröflun Vatnaskógar og skemmtileg afþreying á fyrsta degi sumars, eitthvað fyrir alla fjölskyldumeðlimi, leiktæki fyrir börnin og myndir frá starfinu.

Veisluborð og fjölskyldustemning á Holtavegi á fimmtudaginn.