Sunnudaginn 19. apríl verða tvær samkomur á Holtavegi 28. Á fjölskyldustund kl. 15 verður spiladagur þar sem stórir sem smáir spila borðspil saman. Þarna er tækifæri til að læra og kynnast nýjum spilum og til að kynna spil úr eigin safni fyrir öðrum. Fjölskyldustundin hefst með stuttri helgistund og endar að venju með „Pálínu“ kaffihlaðborði.
Sunnudagssamkoma verður svo kl. 20:00. Yfirskrift samkomunnar er „Þér eruð vottar mínir“ (Jes.43:8-13). Ræðumaður kvöldsins er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Mikill söngur. Veitingasala er eftir samkomuna.
Allir eru velkomnir á þessar samkomur