Landsfundur KFUM og KFUK verður í húsi félagsins, Holtavegi 28, á morgun kl. 11:00-16:00. Félagsfólk er hvatt til að taka þátt á fundinum.
Yfirskrift fundarins er:
„Vér þökkum þér, Guð, vér þökkum.
Vér áköllum nafn þitt og segjum frá undraverkum þínum.“ (Sálm 75:2)
Dagskrá er sem hér segir:
10:30 Kjörgögn afhent – heitt á könnunni
11:00 Ávarp og setning landsfundar: Tómas Torfason, formaður KFUM og KFUK á Íslandi.
Hugleiðing og bæn: Sr. Sigurður Jónsson, prestur í Áskirkju.

11:30 – 16:00 Aðalfundastörf:

a. Kosinn fundarstjóri og fundarritarar
b. Starfsskýrsla stjórnar
c. Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar
d. Fjárhags- og starfsáætlun 2009 kynnt og lögð fram til samþykktar
e. Stjórnarkjör
f. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
g. Ákvörðun árgjalds
h. Önnur mál.

Á landsfundinum verður boðið upp á léttar veitingar í hádeginu og kaffi og meðlæti síðdegis.

Nýstofnaður Karlakór KFUM og KFUK mun syngja á landsfundinum undir stjórn Keith Reed.