Í júní býður KFUM og KFUK upp á skemmtileg leikjanámskeið í Reykjanesbæ fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára. Námskeiðin verða með aðsetur í húsi félagsins við Hátún 36.
Dagskrá námskeiðanna er fjölbreytt og skemmtileg og enginn dagur er eins. Meðal dagskráratriða má nefna útivist, föndur, íþróttir, stutt ferðalög, leiki og fræðslu um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði. Lögð er áhersla á að hvert barn fái að njóta sín sem best við leiki og störf.
Námskeiðin standa frá 9-16 en boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og 16-17 gegn 1.000 kr. gjaldi fyrir vikuna. Skráning fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í s. 588 8899.

Námskeiðin verða sem hér segir
8.-12.júní kr. 8.500
15.-19. júní kr. 7.500
Nánar má lesa um leikjanámskeið KFUM og KFUK hér Upplýsingar um skráningu og greiðslu þátttökugjalda eru hér