Ævintýraflokkur verður í Kaldárseli 15. – 19. júní fyrir 11 – 13 ára krakka. Dagskrá verður nokkuð frábrugðin því sem venjulega er og meðal dagskráratriða verður:
-Gönguferð í Valaból og sofið í helli (val)
-Grillaðir sykurpúðar við varðeld
-Ævintýraratleikur
-Næturganga á Helgafell
-Fjársjóðsleit
-Vatnsslagur í ánni
-Kósý-kvöld
-Hæfileikasýning
-Kaldársels-hlaupið
-Skemmtilegasti 17 júní sem í boði er… nóg að gera, engar biðraðir.

Að auki verður stöðugt eitthvað í gangi t.d. grímugerð, íþróttamót , vinabönd, fótbolti, föndur, bakstur ofl ofl.
Verð fyrir þessa 5 daga er kr. 27.500 og er skráning í síma 588 8899 alla virka daga kl. 9 – 17
Nánari upplýsingar um Kaldársel, smelltu hér Myndir frá Kaldárseli eru hér