Yngri deildir KFUM og KFUK halda í dag í árlega vorferð og er ferðinni heitið í Vatnaskóg, Vindáshlíð og Ölver.
Lagt verður af stað frá Holtavegi 28 kl. 17:30 í dag föstudag og komið heim um 16:30 á morgun, laugardag. ATH að frá Keflavík og Hveragerði verður lagt af stað kl. 16:30 og komið til baka 17:30.
Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg en m.a. verður kvöldvaka í kvöld, farið verður í ýmsa leiki og eitthvað verður um óvæntar uppákomur.
Skráningu í ferðirnar er lokið. Þátttökugjald 4.500 krónur er borgað á staðnum.
Munið að taka með svefnpoka eða sæng, hlý föt, útiföt, tannbursta og handklæði, vasaljós, íþróttaföt, innanhúsíþróttaskó, inniskó og ekki gleyma góða skapinu.