Það var mikið um að vera á vorhátíðum KFUM og KFUK í dag á Holtavegi og á Akureyri. Fleiri hundruð manns mætu til að skrá börn sín í sumarbúðirnar og hafði löng röð myndast þegar húsið opnaði. Alls voru skráð um 1100 börn í sumarbúðirnar og fylltist strax í tvo flokka í Vindáshlíð og einn í Ölver. Vinsældir sumarbúða og leikjanámskeiða KFUM og KFUK aukast ár frá ári enda er alltaf jafn gaman í KFUM og KFUK.
Mikil og skemmtileg dagskrá var á vorhátíðunum, hoppukastalar vöktu mikla lukku en auk þess var í boði andlitsmálning, veltibíllinn, spurningakeppni, skemmtiatriði og kaffihús. Eitthvað fyrir alla.
Skráning í sumarbúðirnar heldur áfram á mánudaginn í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK og í s. 588 8899.