Það verður líf og fjör á Vorhátíðum KFUM og KFUK á laugardaginn þegar skráning hefst í sumarstarf félagins. Boðið verður upp á andlitsmálun, blöðrur, hoppukastala og skemmtidagskrá auk þess sem hægt verður að kaupa kaffi og léttar veitingar.

Í skráningarhluta hátíðarinnar verða 15 skráningarbásar og verður nú hægt að ganga frá greiðslum (með kortum) í básunum. Kortalán og staðgreiðslur með peningum fara fram í gegnum afgreiðslu sem fyrr. Með þessu vonumst við til þess að stytta biðtíma í skráningu umtalsvert.

Vorhátíðirnar hefjast kl. 12 á Holtavegi 28 (húsið opnar 11:30) og kl. 14 í Sunnuhlíð á Akureyri.