Á laugardag verður alsherjar hátíð hjá KFUM og KFUK bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hoppukastalar, veitingasala, skemmtidagskrá, blöðrur, andlitsmálning og sannkölluð fjölskyldustemning.
Á vorhátíðunum verður byrjað að skrá í sumarbúðir og á leikjanámskeið KFUM og KFUK.
Vorhátíðin á Holtavegi hefst kl. 12:00 (húsið opnar 11:30)
Vorhátíðin í Sunnuhlíð á Akureyri hefst kl. 14:00

Allir velkomnir á vorhátíð KFUM og KFUK 🙂