Ný stjórn fyrir sumarstarfið í Kaldárseli

skrifaði|2012-04-14T09:49:45+00:0023. mars 2009|

Mánudaginn 9. mars s.l. var haldinn aðalfundur sumarstarfsins í Kaldárseli. Á fundinum var kosin ný stjórn fyrir næsta starfsár og er hún nú skipuð eftirtöldum félagsmönnum: Ásgeir M. Jónsson, Björn Þór Baldursson, Gunnar H. Ingimundarson, Katrín Danivalsdóttir, Ómar Þ. Kristinsson, Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir og Rakel Brynjólfsdóttir. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum.