Opið hús verður í Vindáshlíð fyrir fjölskyldur félagsmanna í KFUM og KFUK um bænadagana. Dagskráin er frjáls, en í boði verður:
upplestur úr passíusálmunum, útivist og gönguferðir, vinabönd, perluföndur, spil, leikir, búningar, frjálsir leikir í íþróttahúsi, eggjamálun, helgileikur um píslargönguna á föstudaginn langa, tónlist, söngvar og afslöppun.
Dagskráin hefst með kvöldmat miðvikudagskvöldið 8. apríl og lýkur með morgunverði laugardaginn 11. apríl.
Verði er haldið í algjöru lágmarki og eingöngu er greitt fyrir mat. Matseðill verður hófstilltur í anda föstunnar. Verð fyrir fullorðna kr. 1500 per heilan dag. Verð fyrir börn á aldrinum 4- 12 ára kr. 700 per dag.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 588 8899 eða á skraning(hjá)kfum.is. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 3. apríl 2009.
Nánari upplýsingar má finna
hér