Miðvikudaginn 25. mars verður fræðslunámskeið á Holtavegi 28 þar sem fjallað verður um dulhyggju og útskýrt hvað það er. Þá verður fjallað um á hvaða hátt ungt fólk tekur þátt í þessari hugmyndafræði, hvernig það leiðist inn í dulhyggju og tengsl þess við eiturlyfjaheiminn, og nútímann. Einnig verður rætt um hvað beri að varast og hvaða afleiðingar dulhyggjan getur haft. Námskeiðið er hluti af fimm þrepa leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK og ætlað leiðtogum 18 ára og eldri.
Þó námskeiðið sé hluti af leiðtogaþjálfuninni er það öllum opið. Góður tími verður gefinn til spurninga.
Orðið dulhyggja er hér notað sem útskýring á occultisma (trú á hulin eða dulræn öfl,. dulspeki, launspeki, galdrakukls, yfirskilvitlega, yfirnáttúrulega; dulrænna, dulspekilega þess háttar fyrirbæri.)
Námskeiðið fer fram á Holtavegi 28, miðvikudaginn 25. mars kl. 17:30. Kennari er Elísabet Gísladóttir.
Skráning er til 24. mars í s. 588 8899 eða á skraning@kfum.is. Léttar veitingar verða á námskeiðinu og þarf að greiða fyrir þær á staðnum.