Eftir velheppnaða Ten Sing æfingu á Holtaveginum síðasta miðvikudagskvöld hélt Ten Sing Norway hópurinn til Akureryar. Hópurinn sýndi listir sýnar á Glerártorgi í tilefni af Evrópuátaki gegn fordómum, sem KFUM og KFUK á Íslandi tekur þátt í ásamt fleirum. Um kvöldið var síðan Ten Sing æfing á vegum hópsins fyrir leiðtoga og þátttakendur í UD KFUM og KFUK á Akureyri.

Hópurinn verður með Ten Sing æfingu á laugardaginn í húsi KFUM og KFUK á Holtaveginum klukkan tíu og eru allir áhugasamir um Ten Sing starfið velkomnir. Í boði verður hádegismatur og síðdegishressing fyrir 1000 krónur. Námskeiðið stendur yfir til klukkan 18.00.

Þetta er einstakt tækifæri til þess að kynnast Ten Sing starfinu sem farið hefur sigurför um allan heim.