Í kvöld (miðvikudagskvöld) klukkan 19.00 verður ótrúlega spennandi dagskrá í boði á Holtaveginum á vegum Ten Sing Norway hópsins. Hópurinn samanstendur af 13 leiðtogum sem hafa ferðast um allan Noreg og víða um Evrópu til þess að kenna Ten Sing. Ten Sing stendur fyrir TenÃ¥ring sing eða ungmenni syngja.
Ten Sing er listastarf fyrir ungt fólk og starfið er leitt af ungu fólki. Í Noregi er aldurinn 13 – 19 ára en t.d. í Bretlandi er aldur þátttakenda 13 – 25 ára. Ten Sing kallar fram það besta í okkur og við fáum tækifæri til þess að láta ljós okkar skína í söng, tónlist, dans og leiklist. Í kvöld verður svo kölluð Ten Sing æfing þar sem við fáum tækifæri til þess að taka þátt í Ten Sing: syngja í kórnum, spila í hljómsveitinni, leika í leiklistahópnum og dansa í danshópnum.
Láttu sjá þig!!!