Dagana 16. – 23. mars verður hópur ungmenna frá KFUM og KFUK í Noregi, sem kalla sig Ten Sing Norway á Íslandi. Hópurinn hefur ferðast um allan Noreg og víða um Evrópu til þess að kenna KFUM og KFUK félögum Ten Sing. Þau er hingað kominn til þess að kynna Ten Sing hugmyndafræðina og styðja KFUM og KFUK á Íslandi til þess að hefja Ten Sing starf. Hópurinn mun halda nokkur námskeið fyrir leiðtoga, aðstoðarleiðtoga og þátttakendur í UD starfi félagsins. Í kvöld mun hópurinn heimsækja UD KFUM og KFUK í Lindasókn. Á miðvikudaginn klukkan 19.00 verður Ten Sing æfing á vegum hópsins á Holtaveginum þar komast þátttakendur í kynni við hið raunverulega Ten Sing með því að taka þátt í venjulegri Ten Sing æfingu. Fimmtudag og föstudag verður hópurinn á Akureyri með Ten Sing æfingu fyrir leiðtoga og þátttakendur í UD starfinu þar. Laugardaginn klukkan 10.00 hefst síðan dagsnámskeið á vegum hópsins þar sem farið verður dýpra í Ten Sing hugmyndafræðina.

Hvetjum alla áhugasama til þess að koma og taka þátt.