Eins og undanfarin ár verða leikjanámskeið á vegum KFUM og KFUK í sumar. Hvert námskeið er eina viku alla virka daga kl. 9 – 16 en einnig er boðið upp á gæslu frá kl. 8 – 9 og 16 – 17 gegn vægu gjaldi. Dagskrá námskeiðanna er skipulögð allan daginn. Börnin þurfa að hafa með sér nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu. Dagskrá hverrar viku er afhent foreldrum á mánudegi. Dagskráin er skipulögð þannig að barn getur verið á þremur námskeiðum án þess að fara í gegnum nákvæmlega sömu dagskrána.
Í sumar verða leikjanámskeið KFUM og KFUK á þremur stöðum, á Holtavegi 28 í Reykjavík, í Guðríðarkirkju í Grafarholti í Reykjavík og í Hjallakirkju í Kópavogi. Skráning hefst 28. mars en nánar má lesa um námskeiðin hér: Leikjanámskeið KFUM og KFUK