KFUM og KFUK á Íslandi er tilnefnd til samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2009. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna. Hvunndagshetja, Samfélagsverðlaun, Til atlögu gegn fordómum og Frá kynslóð til kynslóðar, en í þeim flokki var KFUM og KFUK á Íslandi tilnefnd. KFUM og KFUK hefur sinnt börnum af sérstökum metnaði og alúð í 110 ár og miðlað þekkingu og reynslu frá kynslóð til kynslóðar. Í KFUM og KFUK starfa um 130 sjálfboðaliðar sem starfa beint með á annað þúsund börnum víðsvegar um landið yfir vetrartímann, þátttakendum að kostnaðarlausu. Samfélagsverðlaunin verða veitt klukkan 17.00 í dag í Þjóðmenningarhúsinu á Hverfisgötu. Það er forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson sem afhendir verðlaunin.