Fundur AD KFUM fimmtudaginn 12. mars fellur inn í kristniboðsviku SÍK. Samkoma verður á Holtavegi 28 kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er „Lifandi steinar“. Ragnheiður Arnkelsdóttir og Willy Petersen sýna myndir úr Eþíópíuferð. Hugleiðingu hefur Baldur H. Ragnarsson.
Kaffi og kökur eftir samkomuna.
Allir eru velkomnir.