Frumsýning !Hero var í Loftkastalanum á föstudaginn og tókst hún afar vel. !Hero-hópurinn gat svo sannarlega verið stoltur og ánægður að lokinni sýningu fyrir frábæra frammistöðu. Það var augljóst á gestum hversu áhrifamikil sýningin var og voru allir sem undirrituð ræddi við á því að !Hero væri einstök upplifun.
Hér má sjá nokkrar myndir frá !Hero sem teknar voru á generalprufunni en fleiri myndir er að finna á www.hero.is Við viljum minna á að aðeins tvær sýningar eru eftir á !Hero, laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars kl. 17. Hægt er að tryggja sér miða á www.midi.is.