Rokkóperan !Hero verður frumsýnd í kvöld kl. 20:00 í Loftkastalanum. !Hero er sannkölluð tónlistarveisla sem enginn unandi leik- dans- og tónlistar má láta framhjá sér fara.
!Hero er hluti af ungmennastarfi KFUM og KFUK. Gríðarlegur metnaður er lagður í sýninguna en um 70 ungmenni koma að uppfærslunni á einn eða annan hátt. Nánar má lesa um sýninguna á www.hero.is Sýningar eru 14. og 15. mars kl. 17:00 – Miðasala fer fram á www.midi.is