Tilboðssýning á !HERO fyrir æskulýðshópa

skrifaði|2012-04-14T09:49:44+00:0026. febrúar 2009|

Sunnudaginn 8. mars kl. 17 verður sérstök sýning á rokkóperunni !HERO fyrir hópa í æskulýðsstarfi. Sýningin verður í Loftkastalanum en miðasala fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg. Hóp þarf að skrá í einu lagi og sér þá ábyrgðarmaður um innheimtu. Miðaverð er kr. 2.300.
Allar nánari upplýsingar í s. 588 8899 (virka daga kl. 9 – 17)