Enginn fundur verður í AD KFUK í kvöld en sameiginlegur hátíðarfundur verður á fimmtudaginn með AD KFUM í tilefni 110 ára afmælis KFUM og KFUK á Íslandi. Forseti Evrópusambands KFUM, Peter Posner flytur ávarp, flutt verður atriði úr söngleiknum !HERO og sr. Guðni Már Harðarson flytur hugleiðingu. Nýir félagar verða boðnir velkomnir og þrír félagar verða útnefndir heiðursfélagar, Emilía Ósk Guðjónsdóttir, Sigursteinn Hersveinsson og Sveinbjörg Arnmundsdóttir.
Fundurinn hefst með hátíðarkvöldverði kl. 19:00. Matseðillinn er þríréttaður: Í forrétt er blandaður forréttadiskur, innbakað pate, reykt andabringa og nautacarpacci. Í aðalrétt er heilsteikt lambalæri með ferskum kryddjurtahjúp, sósum, hunangsgljáðu grænmeti og salati. Í eftirrétt er frönsk súkkulaðikaka með berjacoulis og vanilluískremi.
Þátttöku þarf að skrá í s. 588 8899 (alla virka daga kl. 9 – 17) eða á
skraning(hjá)kfum.is í síðasta lagi miðvikudaginn 18. febrúar.
Kvöldverðurinn kostar kr. 4.000