Æfingar á rokkóperunni !HERO standa nú yfir og er æft á hverjum degi enda styttist í frumsýningu sem ákveðin hefur verið 6. mars. Sýningar verða í Loftkastalanum og er miðasala nú hafin á tvær sýningar, frumsýninguna 6. mars og sýningu 15. mars. Miðar eru eingöngu seldir á midi.is og kosta kr. 2.800. Þeir sem eiga gjafabréf þurfa að hafa samband við miðasöluna.
Breyting hefur orðið á hlutverkaskipan og mun Sigursveinn Þór Árnason (Svenni) syngja aðalhlutverkið Hero í stað Edgars Smára. Alls taka nálægt 50 manns þátt í þessari sýningu, söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar.
Tryggðu þér miða! Kaupa miða Sjá nánar um sýninguna: Smelltu hér