Afríkudagur verður á fjölskyldusamveru á Holtavegi á sunnudag kl. 15. Samveran er í umsjá Ragnars Schram. Afrískur leikur, afrískur söngur og afrískar fléttur eru meðal dagskráratriða. Veitingar að samveru lokinni.
Sunnudagssamkoma verður á Holtavegi 28 á sunnudagskvöld kl. 20. Yfirskriftin er „Orð Guðs vinnur verk sitt“. Ræðumaður er sr. Ólafur Jóhannsson. KSS sjoppan verður opin eftir samkomuna.
Allir eru velkomnir á þessar samverustundir.