Í vikunni fóru krakkarnir í yngri deild KFUK og KFUM á Akureyri upp í brekku að renna sér. Nægur snjór er nú fyrir norðan og var því gaman að fundarefnið var snjóþotuleikar. Fjölbreytnin var í fyrirrúmi og mátti sjá ruslapoka, snjóþotur, stýrissleða, þoturassa og snjóbretti og svo voru sumir sem bara fóru niður brekkuna án aukabúnaðar. Í næstu viku eiga stelpurnar von á leynigesti en strákarnir fá að heyra um ýmislegt sem gerist í Afríku.
Enn eru að bætast nýjir krakkar í hópinn og er starfið öllum opið og þátttaka ókeypis.