Vindáshlíð óskar eftir konum í framboð til stjórnar!
Stjórnarkjör fyrir Vindáshlíð fer fram á aðalfundi Vindáshlíðar þriðjudaginn 24. febrúar næstkomandi. Fjórar konur munu ganga úr stjórn að þessu sinni. Þær: Guðrún Kristjánsdóttir, formaður, Árný Jóhannsdóttir, varaformaður, Ragnheiður Sigurðardóttir og Hanna Valdís Guðmundsdóttir.
Nú vantar fjórar frambærilegar KFUK konur í þeirra stað og er mikilvægt að áhugasamar setji sig í samband við Báru Sigurjónsdóttur í síma: 699-1313 eða á netfangið: barasigurjons@gmail.com sem allra fyrst.
Í þessari stjórn eru konur 100% stjórnarmanna. Svo nú er um að gera að jafna hlut kvenna og gefa kost á sér í stjórn þar sem konur fá öllu ráðið!