Helgina 20. – 22. febrúar verður haldið í Vatnaskógi árlegt Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK á Íslandi. Unglingadeildir KFUM og KFUK eru starfandi í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Keflavík, Grindavík, Hveragerði, Akureyri, Ólafsfirði, Hvammstanga og Vestmannaeyjum. Skráning á mótið fer fram á fundum deildanna og nánari upplýsingar fást hjá leiðtogum og í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK s. 588 8899
Dagskrá og helstu upplýsingar má finna hér