Ljósmyndadeild er nýjung í ungmennastarfi KFUM og KFUK sem hóf starf sitt í haust. Starfið felst í vikulegum samverustundum þar sem fram fer kennsla og umræður um myndavélar, ljósmyndun og ljósmyndir og fleira tengt því. Deildin er miðuð við 16 – 30 ára og er öllum opin sem áhuga hafa á ljósmyndun. Fundir eru á miðvikudagskvöldum kl. 20 – 22 á Holtavegi 28. Leiðbeinandi er Haraldur Guðjónsson.