Í desember verður KFUM og KFUK með jóladagatal á heimasíðu félagsins. Á hverjum degi til jóla mun birtast frétt hér á síðunni með stuttri hugvekju, sálmi, sögu eða öðrum glaðningi sem ætlaður er til stuttrar íhugunar á jólaföstunni. Fyrsta gluggafréttin mun birtast á morgun, mánudaginn 1. desember. Við vonum að þessi nýung verði lesendum síðunnar til ánægju og gleði á aðventunni.