Á sunnudag er Dagur Orðsins í Hólavallagarði og í Grafarvogskirkju og er dagskrá dagsins tileinkuð sr. Friðriki Friðrikssyni.

Dagskráin hefst með minningarstund í Hólavallagarði kl. 09:00 þar sem lagður verður blómsveigur á leiði sr. Friðriks. Karlakórinn Fóstbræður syngur og fulltrúar KFUM og KFUK, Hauka, Vals og BÍS taka þátt.

Fyrir messu kl. 10:00-10:40 verða flutt þrjú erindi um sr. Friðrik í Grafarvogskirkju. Þórarinn Björnsson verður með mola úr elstu varðveittu ræðu sr. Friðriks undi yfirskriftinni „Fram í stríðið stefnið“. Hilmar Foss fjallar um unglingavernd á heimskreppuárunum og Sigmundur Ernir Rúnarsson les texta dr. Þóris Kr. Þórðarsonar, prófessors úr Bókinni um sr. Friðrik.

Klukkan 11:00 hefst svo messa í Grafarvogskirkju, sr. Kristján Búason, fyrrv. dósent prédikar og prestar Grafarvogskirkju þjóna fyrir altari. Þrír kórar syngja í messunni. Karlakórinn Fóstbræður, Valskórinn og kór Grafarvogskirkju. Sunnudagaskóli verður í kjallara kirkjunnar á sama tíma.

Allir eru velkomnir á þessa dagskrárliði.