Í mars á nýju ári mun KFUM og KFUK frumsýna hina glæsilegu rokkóperu !HERO í.

Rokkóperan gerist í New York borg nútímans í heimi þar sem Jesús hefur aldrei verið til. Yfir heimunum ríkir ógnarstjórn ICON. Í Brooklyn í New York elst drengurinn HERO úr grasi. Hann kennir fólki að elska óvini sína, boðar nýtt konungsríki sem er ekki af þessum heimi. Yfirmenn ICON sjá fljótt að HERO ógnar ríkjandi stjórnvöldum og leggja þeir á ráðin um að ráða hann af dögum. Inn í söguna fléttast litríkir karakterar á borð við lærisveinana Petrov og Jude, Maggie (María Magdalena), Devlin (yfirmaður ICON) og fleiri.

Með hlutverk Hero fer Edgar Smári Atlason en í öðrum stórum hlutverkum eru: Þorleifur Einarsson, Skjöldur Eyfjörð, Sigurður Ingimarsson, Ingunn Huld Sævarsdóttir og Dabbi T svo nokkrir séu nefndir. Sýningar verða í Háskólabíó í mars 2009.

Nú eru komin í sölu gjafabréf á þessa frábæru sýningu sem á vel við í hvaða jólapakka sem er. Bréfin eru til sölu í þjónustumiðstöð KFUK og KFUK að Holtavegi 28.
Gefum lifandi jólagjöf í ár – gjöf sem lifnar við á sviðinu í mars 2009.

Gjafabréf fyrir 1 kostar 2500 kr. Gjafabréf fyrir 2 kostar 5000 og síðan koll af kolli….