Fótboltamót yngri deilda á Norðurlandi fór fram laugardaginn 22. nóvember í íþróttahúsinu Þelamörk. Alls mættu rúmlega 40 krakkar úr starfinu frá Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði. Mótið hófst klukkan 14.00 og stóð til 17.00. Drengskapur og gleði einkenndi mótið og eins og myndirnar bera glöggt vitni var mikil stemming á staðnum.

Hjá drengjunum var það KFUM á Akureyri sem bar sigur úr bítum en KFUK á Ólafsfirði sigraði stelpuboltann. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu, Svala og Hraun og sigurliðin fengu gullpeninga til eignar og farandbikar til varðveislu fram að næsta fótboltamóti.